25.6.2009 | 18:39
Það er komið út nýtt ævintýri........
Eins og í öðrum ævintýrum þá eignaðist Björgólfur Guðmundsson prins.
Prinsinn átti að erfa ríkið. Það gerði litli prinsinn. Hann átti einn góðan dag litla eyju út í ballarhafi. Með manni og mús. Prinsinn varð glaður og kátur með hvað allir á eyjunni voru vinnusamir og heiðarlegir. Prinsinn og faðir hans ákváðu þá að þetta vesalings vinnusama og heiðarlega fólk gæti lagt aðeins meira á sig. Þeir sáu fyrir að ef þeir næðu undir sig næstu 2-3 kynslóðum til vinnu fyrir sig, þá gætu þeir orðið kóngar í fleiri ríkjum og eyjum. Orðið enn ríkari. Þetta gerðu þeir með Yes, Yes, kórnum sem þeir voru búnir að koma sér upp og kaupa.
Úti er ævintýri.
Engin veit því miður hvernig þetta ótrúlega ævintýri endar.
Og ekki heldur hversu margir svelta og líða hörmungar vegna þessa ævintýris.
Um bloggið
Erna Margrét
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu nú ekki að hengja bakara fyrir smið? Hvað með Davíð Oddsson? Halldór Ásgrímsson? Hannes Smárason? Bjarna Ármannsson? Pálma í Fons? Jón Ásgeir Jóhannesson?
annaandulka (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:14
Sammála. Davíð Oddson er höfundur af þessu ævintýri. Hann fékk þessa feðga til að skrásetja alla heimsbyggðina fyrir sig. Davíð er eins og hann segir sjálfur endurfæddur Kristur. Kristur þurftir lærisveina. Davíð var með sína lærisveina. Bjöggana.
Ég byðst afsökunar á þessu.
Erna Margrét (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:42
Nú er veslings Bjarni Ármannsson að flytja heim. Gekk ekki upp í Noregi. Er að endurbyggja allt húsið sitt segir DV í dag. Íbúi í nærliggjandi húsi skilur ekki í manninum að þora þetta á þessum tímum. En svona er siðleysið. Algjört.
Já og svo sá ég á bloggi Eiríks Jónssonar að Sigurður Einarsson fv. Kaupþingsbankastjóri hefði verið skellihlæjandi á götu í London. Sá hlær best sem síðast hlær.
Anna Andulka, 26.6.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.