25.6.2009 | 18:39
Það er komið út nýtt ævintýri........
Eins og í öðrum ævintýrum þá eignaðist Björgólfur Guðmundsson prins.
Prinsinn átti að erfa ríkið. Það gerði litli prinsinn. Hann átti einn góðan dag litla eyju út í ballarhafi. Með manni og mús. Prinsinn varð glaður og kátur með hvað allir á eyjunni voru vinnusamir og heiðarlegir. Prinsinn og faðir hans ákváðu þá að þetta vesalings vinnusama og heiðarlega fólk gæti lagt aðeins meira á sig. Þeir sáu fyrir að ef þeir næðu undir sig næstu 2-3 kynslóðum til vinnu fyrir sig, þá gætu þeir orðið kóngar í fleiri ríkjum og eyjum. Orðið enn ríkari. Þetta gerðu þeir með Yes, Yes, kórnum sem þeir voru búnir að koma sér upp og kaupa.
Úti er ævintýri.
Engin veit því miður hvernig þetta ótrúlega ævintýri endar.
Og ekki heldur hversu margir svelta og líða hörmungar vegna þessa ævintýris.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2009 | 20:32
Hannes Smárason hvað?
Hvernig dettur þessum "froski"það til hugar að almenningur á Íslandi standi með honum? Maður sem hélt konunni sinni milljarða veislu þegar hún varð 40 ára. Maður sem keypti á 4 milljónir leðurjakka á sína klassalausu kerlingu hvað er að þessum aula? Fari hann bara þangað sem hann á heima......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 19:10
Hvað á að gera?
Nú veltir maður því fyrir sér hvað á að gera þ.a.s. ef froskarnir á Alþingi skrifa undir þrælasamninginn" Ice-"l" save"? Ef það gerist þá er bara eitt í stöðunni; fluttningur. Er ekki bezt að koma sér frá landi siðleysis til 20 ára? Auðvitað fara venjulegar góðar fjölskyldur til annara landa. Hér er ekki gert ráð fyrir að fólk geti lifað. Stefna ríkisstjórnar sl. 20 ár hefur verið á einn veg: Haldið þið bara kj......við vitum, getum, ætlum að hafa hlutina eins og okkur sýnist. Ekki hefur betra tekið við. Höldum áfram að beygja þessa þræla.Ó nei kæra ríkisstjórn núverandi og fyrverandi. Nú er komið nóg. Þjóðin lætur ekki beygja sig meir. Frekar skal ég dauð liggja en láta þessa froska á Alþingi hafa áhrif á mig og mína fjölskyldu......Ég segji nei. Þeir sem sukkuðu, svindluðu og eyddu þessum milljörðum skulu bara borga fyrir þeirra einkaneyslu. Ég tók ekki þátt í þessu. Eins og Jón Sigurðsson ( fyrsti forseti lýðveldisins) sagði; Vér mótmælum allir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2009 | 12:56
Fær Ísland nýja kennitölu?
Ég hlusta á allt það efni sem ég kemst yfir í Icesave umræðunni. Ég les allt það efni sem ég get um Icesave. Það virðist vera allveg sama hvort verður skrifað undir eða ekki báðir kostirnir eru vondir. Mér líður eins og einhver standi hér fyrir aftan mig og láti ískalt vatn renna niður eftir bakinu á mér. Er hægt að breyta kennitölu Íslands? Fá bara nýja. Það var gert í Ivesave málinu gamblað með kennitölur og farið var í allar holur sem fundust til að græða. Hvað segja fróðir menn um þetta? Er hægt að breyta kennitölunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Erna Margrét
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar